Kjarasamningar samþykktir

Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Fréttatímann, DV og Birting voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á almennum félagsfundum á fjölmiðlunum í dag þar sem samningarnir voru kynntir og greidd um þá atkvæði. Kjörsókn var hvergi undir 50%. Kjarasamningarnir eru því orðnir bindnandi og gilda afturvirkt frá 1. Jan út þetta ár.

Samningarnir eru í öllum aðalatriðum samhljóða þeim aðfararsamningi sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér á dögunum. Enn er ósamið við Samtök atvinnulífsins, sem fara með samningsumboð fyrir Árvakur, 365 og RÚV, og hefur Blaðamannafélagið vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og óskað eftir meðalgöngu hans. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi þriðjudag.