IFJ setur um vefsíðu um öryggismál blaðamanna

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur opnað vefsíðu sem tileinkuð er baráttunni fyrir öryggi og vernd fjölmiðlafólks. Á síðunni er safnað saman á einn stað upplýsingum um allar aðgerðir sem IFJ stendur fyrir til að berjast fyrir öryggi blaðamanna og gegn aðgerðarleysi stjórnvalda þegar fjölmiðlar verða að skotmarki ofbeldis og kúgunar.

„Blaðamenn sem starfa víða á átakasvæðum í heiminum - og þar er um að ræða hundruð blaðamanna, ritstjóra og aðstoðarfólk fjölmiðla - standa daglega frammi fyrir hótunum, pyntingum og jafnvel dauða einfaldlega vegna þess að þeir eru að vinna vinnuna sína,“ segir Jim Boumelha forseti IFJ. „Alþjóðasamtök blaðamanna leika nú lykilhlutverk í að reyna að vernda líf og limi blaðamanna út um allan heim. Það að setja upp þessa vefsíðu um öryggismál er nýr kafli í þessu hlutverki samtakanna og síðan er mikilvægt hjálpartæki fyrir blaðamenn í að vega og meta áhættu, auka meðvitund um hættur og veita ráðgjöf og þjálfun og skapa þannig menningu sem berst gegn aðgerðarleysi stjórnvalda þegar ofsóknir gegn fjölmiðlum er annars vegar,“ segir Boumelha einnig.

Sjá vefsíðuna hér.