IFj í stuðningsheimsókn á Gaza

Forustumenn blaðamanna á Gaza í heimsókn
Forustumenn blaðamanna á Gaza í heimsókn

Leiðtogar Aljóðasambands blaðamanna (IFJ) hafa verið í tveggja daga stuðningsheimsókn á Gazasvæðinu þar sem þeir hittu forustumenn Blaðamannafélags Palestínu og hóp egypskra blaðamanna. Þetta er fyrsta heimsókn  erlends stéttarfélags eða fagfélags til Gaza frá því að samnið var um vopnahlé þann 26. ágúst.

Fram kom hjá Jim Boumelha formanni IFJ í heimsókninni að hann teldi nauðsynlegt að Ísrael yrði látið svara til saka um ólöglegar aðgerðir sínar á Gazasvæðinu og hann sagði ennfremur:  „Þegar Ísraelsher hætti loftárásum sínum var samfélag blaðamanna á svæðinu rétt eins og samfélagið allt í áfalli og sárum. Sautján blaðamenn dóu, 19 særðust,  á annan tug missi heimili sitt og 11 fjölmiðlafyrirtæki voru beinlínis gerð að beinum skotmörkum.“  Þetta var hræðilegur glæpur og það liggja fyrir óyggjandi sannanir fyrir því að stjórnvöld í Ísrael  fylgdi stefnu þar sem fjölmiðlar og blaðamenn voru skilgreind skotmörk.“

Sjá einnig hér