IFJ hvetur blaðamenn til að gæta að öryggi sínu í Úkraínu

Í kjölfar frétta af aukinni spennu í milli Úkraínumanna og Rússa hafa Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna sent út aðvörun til blaðamanna sem eru við störf í Úkraínu um að sýna alveg sérstaka aðgæslu.  Meira en 160 blaðamenn hafa meiðst frá því átökin í landinu hófust  í nóvember síðast liðnum og einn blaðamaður,  Vyacheslaqv Vereymi, lét lífið eftir miskunnarlausar barsmiðar í síðasta mánuði.  „ Í ljósi grimmilegra árása á blaðamenn í Úkraínu á síðustu mánuðum og vaxandi spennu í landinu hvetjum við blaðamenn sem eru þar við störf að sýna aðæslu og hyggja ætíð að öryggi sínu. Engin frétt er svo mikilvæg að hún kalli á dauða fréttamannsins,“ segir formaður IFJ Jim Boumelha.

 Sjá leiðbeiningar IFJ/EFJ hér