IFJ fordæmir morðið á Foley

„Þetta hryllilega og heigulslega morð á vopnlausum manni er enn ein ástæðan fyrir því að grípa til tafarlausra aðgerða til að verna blaðamenn og almenna borgara fyrir því að vera gerðir að skotmörkum vopnaðra samtaka og hryðjuverkamanna,“ segir Jim Boumelha, forseti Alþjóða blaðamannasambandsins. Hann er hér að vísa í aftöku vígamanna Isis á James Foley sem tekin var upp á myndband og sett á netið fyrr í vikunni. Alþjóðasamba blaðamanna er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa fordæmt harðlega þennan atburð.

 Sjá meira hér