Hvetur íslensk stjórnvöld til að tryggja framtíð NJC

Blaðamannafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að leggja sitt af mörkum til þess að Norræna blaðamannamiðstöðin í Árósum (Nordisk Journalistcenter, NJC) verði áfram starfrækt og að fyrirætlanir um að hætta starfsemi þessarar mikilvægu endurmenntunarstofnunar norrænna blaðamanna verði lagðar til hliðar. Þetta kemur fram í bréfi sem Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, hefur skrifað forsætisráðherra.

Í bréfinu segir:
,,Árósanámskeiðin hafa stuðlað að auknum skilningi á norrænu samstarfi og þeim böndum sem tengja norrænu þjóðirnar. Auk þess hafa námskeiðin eflt tengslin milli norrænna blaðamanna og verið mikilvægur vettvangur til fræðslu um Evrópusamstarfið, málefni norðurslóða og stöðu Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi svo nokkuð sé nefnt. Þannig hafa í 50 ár íslenskir blaðamenn sótt mikilvæga þekkingu á norrænu samstarfi til þessarar stofnunar, eins og meðfylgjandi listi yfir þáttakendur ber með sér.

Blaðmannafélag Íslands bendir jafnframt á að blaðamenn í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eiga kost á sérhæfðri endurmenntun fyrir blaðamenn, sem nýtur opinbers stuðnings, í sínum heimalöndum. Því er ekki til að dreifa hér á landi, íFæreyjum eða Grænlandi. Norræna blaðamannamiðstöðin hefur því reynst einkar mikilvæg fyrir blaðamenn frá þessum löndum til endurmenntunar."