Hvetja til alþjóðlegrar samstöðu um að taka á ofbeldi gegn blaðamönnum

 Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) lagði til á sérstökum umræðufundi Manréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf í vikunni að farið yrði í samrædar aðgerðir til efla öryggi blaðamanna vítt um heim.  Umræðuefni fundarins var einmitt  um öryggismál í fjölmiðlum.  Það var Erenst Sagaga formaður mannréttindamála hjá IFJ sem talaði fyrir hönd sambandsins á fundinum og hvatti aðildarríki Sþ til að standa sameiginlega að baki átaki þar sem  stjórnvöld víða um lönd væru fengin til að taka með afgerandi hætti á ofbeldi og árásum gegn blaðamönnum í stað þess að  láta ofbeldið viðgangast óátalið.

  Sjá nánar hér