Hæstiréttur: Lögbanni hnekkt

"Synjað er kröfu stefnanda, Glitnis HoldCo ehf., um að staðfest verði með dómi lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á 16. október 2017 við því að stefndu, Útgáfufélagið Stundin ehf. og Reykjavik Media ehf., birti fréttir eða aðra umfjöllun, sem byggð er á eða unnin er upp úr gögnum stefnanda, gögnum úr fórum eða kerfum stefnanda, sem undiropin eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Stefndu, Útgáfufélag Stundarinnar ehf. og Reykjavik Media ehf. eru sýknaðir af kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að þeim sé óheimilt að birta og/eða fá birtar fréttir eða aðra umfjöllun sem byggð er á eða unnin er upp úr gögnum úr fórum eða kerfum stefnanda og undiropin eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002." 

Þannig hljóðar upphaf niðurstöðukafla Hæstaréttar í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Enn fremur segir í rökstuðningi fyrr í dóminum: "Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að umfjöllun stefnda, Útgáfufélags Stundarinnar ehf., hafi ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræðir en óhjákvæmilegt hafi verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðar almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Breytir það ekki framangreindri niðurstöðu hvernig umþrætt gögn komust í hendur stefndu né heldur að í þeim séu upplýsingar sem undirorpnar séu bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki."

Lögbanninu hefur því verið hnekkt á öllum dómstigum.  "Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu. Eins og hálfs árs baráttu loksins lokið," skrifaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar á Facebook síðu sína í morgun og birti meðfylgjandi mynd með! 

Sjá dóminn hér