Gæði selja á Ítalíu

Þeir sem áhyggjur hafa af því að gæðablaðamennska eigi ekki upp á pallborðið í samtímanum þar sem skemmtiefni og afþreying eru í algleymingi (þó vissulega sé til gæðaskemmtiefni og afþreying) ættu að kynna sér söguna á bak við hið fjögurra ára gamla ítalska blað, Il Fatto Quotidiano, eða Staðreyndir dagsins eins og það heitir á íslensku. Þar hefur lítill hópur blaðamanna, í kringum 20 manns, náð að byggja upp blað sem sló í gegn og nýtur gríðarlegrar velgengni, aðallega vegna þess að blaðið byggir á vönduðum vinnubrögðum og blaðamenn sem þekktir eru fyrir rannsóknarblaðamennsku og áreiðanleika standa að baki blaðinu. Blaðið þiggur ekki opinbera styrki eins og flestir fjölmiðlar á Ítalíu og hefur ekki fengið til liðs við sig fjársterka fjárfesta sem tryggir óhæði þess gagnvart fjármálaöflum. Blaðið hins vegar selst eins og heitar lummur, jafnt í lausasölu sem áskrift og umsvif þess á netinu, þar sem hægt er að kaupa blaðið í pdf útgáfu, eru umtalsverð.

Sjá meira hér