"Fréttamenn án landamæra" telja upplýsingafrelsi hafa minnkað

Samtökin Fréttamenn án landamæra sendu í dag frá sér frétt þar sem upplýsingafrelsi á Íslandi er sagt hafa hnignað verulega frá því í hruninu. Er í því sambandi nefnt að aðstoðarmaður innanríkisráðherra hafi farið í meiðyrðamál gegn tveimur blaðamönnum DV og krafist fangelsisrefsingar yfir þeim, mikill niðurskurður hafi orðið á RÚV,  samdráttur hjá 365 og yfirmenn þar reknir en í staðinn ráðinn talsmaður eigenda, og að stjórnmálamenn sem styðji stjórnina hafi gagnrýnt blaðamenn og dregið og jafnvel tengt saman fréttaflutning RÚV og hugsanleg fjárframlög. Einnig er bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tvívegis  dæmt gegn stjórnvöldum í málum blaðamanna.

 Sjá frétt samtakanna hér