Frestur til að tilnefna til fjölmiðlaverðlauna að renna út

Rúnar Pálmason, handhafi fjölmiðlaverðlauna í fyrra ásamt þáverandi umhverfisráðherra, Svandísi Svav…
Rúnar Pálmason, handhafi fjölmiðlaverðlauna í fyrra ásamt þáverandi umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur

Frestur til að senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu tilnefningar vegna tvennra verðlauna sem ráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út næstkomandi föstudag, 16. ágúst. Um er að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Sjá nánar hér