Frelsi fjölmiðla minnkar í Evrópu

Ýmsir hópar sem berjast fyrir frelsi fjölmiðla hafa skorað á löggjafann í ESB að beita sér gegn þvi bakslagi sem orðið hefur varðandi frelsi og réttindi fjölmiðla í ýmsum ríkjum sambandsins að undanförnu. „Það e í raun ekki neitt ESB ríki þar sem ekki hefur orðið afturför hvað varðar frelsi fjölmiðla,“ segir Oliver Basille framkvæmdastjóri samtakanna Blaðamenn á landamæra, en þau samtök eru með höfuðstöðvar í París. Hann var einn margra ræðumanna á málþingi sem Evrópuþingið stóð fyrir í gær um stöðu mála varðandi fjölmiðlafrelsi í álfunni. Það kom fram bæði hjá Basille og mörgum fleiri sérfræðingum, að blaðamenn ættu nú mun erfiðara uppdráttar en áður m.a. vegna aukins þrýstings frá pólitískum þungavigtarmönnum sem væru að reyna að tempra gagnrýna umfjöllun. Renate Weber, sem er þingmaður frá Rúmeníu á Evrópuþinginu sagði að framkvæmdastjórn ESB gæti ekki hliðrað sé hjá því að taka afstöðu í þessu máli

Það sem einkum er um að ræða í þessum efnum er að víða eru reglur um vernd heimildamanna ekki virtar og eins er vernd blaðamanna gegn meiðyrðakröfum frá hendi valda- og auðmanna meðal þess sem sérstök átæða er til að hafa áhyggjur af. Auk þess er ljóst að í ýmsum löndum – s.s. Grikklandi, Rúmeníu og Búlgaríu - eru blaðamenn beinlínis ofsóttir og gerðar beinar tilraunir til að hræða þá frá skrifum.

Sjá einnig hér