Fræðsludagur trúnaðarmanna 2024

Blaðamannafélag Íslands er að þróa fræðsluáætlun fyrir bæði félagsfólk og trúnaðarmenn félagsins og liður í henni er nýgerður samningur BÍ við Félagsmálaskóla alþýðunnar sem er starfræktur af ASÍ og BSRB um trúnaðarmannafræðslu.

Fyrsti fræðsludagur trúnaðarmanna verður haldinn 27. ágúst n.k. Þar verður m.a. farið yfir túlkun og framkvæmd helstu atriða nýrra kjarasamninga og réttindi félagsfólks, auk þess sem boðið verður upp á námskeið um hlutverk og réttindi trúnaðarmanna á vinnustöðum, samskipti við samstarfsmenn o.fl. Að fræðslu lokinni bjóðum við þeim sem vilja og geta verið lengur upp á smá samveru, mat og drykk.

Skráning hér.

Dagskrá:

12:00 Léttur hádegisverður

12:30 - 13:30 Starfsemi BÍ, kjarasamningar og sjóðir

Stuttlega farið yfir starfsemi félagsins og uppbyggingu, úthlutunarreglur sjóða s.s. Sjúkrasjóðs, menningar- og orlofssjóðs og háskólasjóðs kynntar og farið yfir túlkun og framkvæmd helstu atriða gildandi kjarasamninga.

14:00 - 18:00 Námskeið: Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

Sérfræðingur frá félagsmálaskóla Alþýðunnar sem er í eigu ASÍ og BSRB fer yfir hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum, miðlun upplýsinga, viðtöl við samstarfsmenn, kjarasamningsbundinn réttur trúnaðarmanna.

18:00 - 19:00 Léttur kvöldverður og veigar fyrir þau sem vilja