Fordæmir tilraunir til að vega að tjáningarfrelsi

 

 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að gefnu tilefni svofellda ályktun á fundi sínum í dag, 27. febrúar 2014:

 "Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir allar tilraunir til að vega að skoðana- og tjáningarfrelsi í landinu. Það verður ekki þolað að fólk í valdastöðum reyni að beita áhrifum sínum til þess að vega að tilverugrundvelli fjölmiðla vegna þess hlutverks þeirra að birta skoðanir. Slíkar tilraunir dæma sig sjálfar. Síst af öllu ættu stjórnmálamenn, sem eiga allt sitt undir því að skoðana- og tjáningarfrelsið sé sem virkast í landinu, að grípa til slíkra örþrifaráða. Tjáningarfrelsið felur ekki bara í sér réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós heldur einnig þá skyldu að virða skoðanir annarra.“