Fleiri telja fjölmiðlafrelsi mikið á Íslandi en áhyggjur af falsfréttum færast í aukana

Fleiri telja fjölmiðlafrelsi mikið á Ísland en á síðasta ári en áhyggjur af dreifingu falsfrétta færast í aukana skv. niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar sem Maskína gerir fyrir utanríkisráðuneytið. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 31. maí til 11. júní.

Um 71% svarenda hafa nú áhyggjur af dreifingu falsfrétta samkvæmt niðurstöðum.

Tæplega 57% svarenda telja fjölmiðlafrelsi mikið á Íslandi samanborið við 50% í fyrra. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar, ekki síst í ljósi þess að fjölmiðlafrelsi á Íslandi fór aftur skv. mælingum RSF, Blaðamanna án landamæra, um frelsi fjölmiðla í heiminum. Aðrar Norðurlandaþjóðir skipa efstu sæti listans en Ísland er í 18. Sæti.

 


Þá segjast fleiri fylgjast með erlendum fréttum og alþjóðamálum nú en í fyrra skv. könnun Maskínu, en yfirgnæfandi meirihluti sækir þær upplýsingar í íslenska miðla um 74,1%.



 

Niðurstöðurnar í heild sinni má finna á vef stjórnarráðsins.