Fjórða valdið - bíómynd

Á dögunum var birt á netinu heimildamyndin „Fjórða valdið“ eða  "The Fourth Estate“ sem er bresk mynd  og ekki unnin í hagnaðarskyni. Myndin er mjög gagnrýnin á fjölmiðla og sérstaklega áhrif markaðsvæðingar á störf og starfshætti á breskum miðlum og byggir á gagnrýnum (vinstri) viðhorfum til valdakerfis á Vesturlöndum og samþjöppunar eignarhalds. Eflaust eru ákveðnir þættir myndarinnar umdeilanlegir, en óhætt er að segja að í henni endurspeglist áhyggjur af og gagnrýni á stöðu fjölmiðla sem áberandi eru hjá stórum hópum fjölmiðlaáhugafólks, ekki síst blaðamanna. Myndin er nokkuð löng eða um 80 mínútur en áhugsamir geta nálgast hana í gegnum hlekkinn hér að neðan.  Myndina gerður þau Lee Salter and Elizabeth Mizon.

Sjá myndina hér