Fjölmiðlafyrirtæki stefnir ritstjóra DV

Fjölmiðlafyrirtækið 365 hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV vegna skrifa í Sandkorn DV í byrjun mánaðarins. Reyni var birt stefnan í gærkvöldi á heimili sínu og er hann krafinn um 4 milljónir króna vegna skrifanna.  Talsverð umræða hefur verið um meiðyrðamálsóknir á  hendur blaðamönnum hin síðari misseri og því vekur það sérstaka athygli að fjölmiðafyrirtæki skuli fara þessa leið. Sandkornið í DV fjallaði um meinta fjárhagsstöðu 365 og sagt að efnahagur fyrirtækisins væri uppblásinn og verðmæti Fréttablaðsins sömuleiðis.
Sjá einnig hér