Fimmtudagsþögn á ljósvakanum

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður þögn verður í sjö mín­út­ur frá klukkan 21:00  á nokkrum einka­reknum  ljósvakamiðlum. Með þessu vilja miðlarnir undirstrika með táknrænum hætti  mik­il­vægi þess að sam­keppn­is­staða sé jöfnuð á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði. Á dögunum sendu fjölmiðlarnir Hring­braut­, 365 miðlar, ÍNN, Útvarp i Saga og Sjón­varp Símanns, frá sér áskorun um þetta efni og hvöttu til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði strax um næstu áramót. Í tilkynningu frá þessum sömu miðlum  seg­ir að þeir fagni „já­kvæðum viðbrögðum þing­manna þvert á flokka sem birt­ust í kjöl­far ákalls þeirra um að fjöl­miðlalög­um yrði breytt til þess að jafna sam­keppn­is­stöðu þeirra á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði.“   Síðan segir vegna þagnarinnar sem verður á miðlunum á fimmtudagskvöld:

„Afar mik­il­vægt er að einka­rekn­ir fjöl­miðlar sitji við sama borð og er­lend­ir keppi­naut­ar sem nú herja bæði á áskrift­ar- og aug­lýs­inga­markað á sama tíma og þeir greiða hér hvorki skatta né gjöld. Þess­ir miðlar lúta ekki íþyngj­andi regl­um um meðhöndl­un efn­is sem inn­lend­ir fjöl­miðlar regl­um gera. Einka­rekn­ir miðlar treysta á tekj­ur af aug­lýs­inga­sölu til að standa und­ir starf­sem­inni og því væri öll­um til hags­bóta væru op­in­ber­ir fjöl­miðlar ekki á þeim markaði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Eng­ar út­send­ing­ar verða frá eft­ir­töld­um fjöl­miðlum: Útvarp Saga, ÍNN, Stöð 2, Stöð 3, Bíórás­in, Bylgj­an, Létt­Bylgj­an, Gull­Bylgj­an, FM Extra, FMX, 80’s Bylgj­an, FM957, X-ið, Sjón­varp Sím­ans, K100, Retro, Sjón­varp Hring­braut­ar, Útvarp Hring­braut­ar FM89,1.