Falskar fréttir vopn í alþjóðasamskiptum

Sífellt eykst þörf samfélaga fyrir áreiðanlegar og faglega unnar fréttir. Þessi vöxtur er í réttu hlutfalli við magn rangra eða villandi frétta sem komið er í umferð með ýmsum hætti til þess að hafa áhrif á almenningsálit og umræðu til hagsbóta fyrir tiltekna aðila. Til viðbótar við gríðarlegan her PR fólks og spunameistara hafa nú bæst rangar eða uppspunnar fréttir sem dreift er t.d. á Facebook. Umræðan um Facebook í þessu samhengi  á undanförnum vikum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar hefur orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins hafa sagst ætla að reyna að bregðast við.

Í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter hefur verið greint frá skýrslu um það  að rangar fréttir og villandi séu orðnar að vopni í alþjóðasamskiptum og bent á gríðarlegan vöxt slíkta frétta í Svíþjóð, frétta sem eiga rætur sínar í  Rússlandi, í kjölfar átakanna í Úkraínu 2014. Sérstaklega er í þessu sambandi vísað til frétta sem tengdust atkvæðagreiðslu í sænska þinginu í fyrra um aðild Svía að NATO og sagt að þessum fréttum hafi verið ætlað að hafa áhrif á niðurstöðuna.

Sjá hér