Enn rekstrarerfiðleikar hjá RÚV

 

RÚV stendur enn frammi fyrir umtalsverðum rekstrarvanda og í gær gat félagið ekki greitt 190 milljón króna afborgun af skuldabréfi og fékk þriggja mánaða frest til þess.  Niðurskurðar og hagræðingaraðgerðir sem þegar hafa komið til framkvæmda duga ekki til að ná endum saman samkvæmt tilkynningu frá RÚV, en þar kemur fram að undirbúningur sé hafinn að sölu eigna til að lækka skuldir en ekki hefur enn verið gefið út hvort farið verður út í frekari hagræðingu eða uppsagnir á starfsfólki.

Hér má sjá tilkynningu RÚV um fjárhagsstöðuna