EFJ ræðir við ESB um valdeflingu blaðamannafélaga í A-Evrópu

Sendinefnd frá Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) hitti í gær Stækkunarstjóra Framkvæmdastjórnar ESB, Johannes Hahn  og ræddi við hann hvernig best væri að bæta félagslegar og starfstengdar aðstæður blaðamanna og efla almenningsmiðlun (Public service media) og fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum á vestur hluta Balkanskagans.  Mogens Blicher Bjerregård  forseti EFJ segir að fagfélög í Austur – Evrópu geti ekki leikið það hlutverk sem þau ættu að leika í þróun fjölmiðla. „ ESB ætti að styðja þessi félög og stuðla að samtali milli þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í fjölmiðlageiranum,“ segir hann og leggur þunga áherslu á að brýnt sé að valdefla blaðamannafélög á svæðinu. Ýmsar leiðir koma til greina í þessum efnum og var meðal annars nefnt að efna til þríhliða samtals milli útgefenda blaðamanna og stjórnvalda, en að mati Bjerregård „ætti atvinnurekendur, launamenn og stjórnvöld að geta náð saman um undirritað samkomulag.“   

Á fundinum var mikið rætt um mikilvægi almenningsmiðlunar (Public Service Media), fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum og hvernig hægt væri að finna varanleg rekstramódel fyrir fjölmiðla sem hvort tveggja í senn tryggðu atvinnuöryggi og gæði í fréttum. „ Mikilvægi óvilhallra upplýsinga og virðing fyrir réttarríkinu far algerlega saman,“ sagði Hahn sem lýsti sig sammála tilraunum EFJ til að efla sjálfstæða blaðamennsku og styrkja fagleg samtök blaðamanna.

 Sjá einnig hér