EFJ Mótmælir ákæru gegn blaðamanni

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur krafist þess að grísk stjórnvöld felli niður ákæru á hendur blaðamanninum Kostas Vaxevanis, sem eigi ekki að þurfa að sæta ákæru fyrir að vinna vinnuna sína.

Eftir að dómstóll í Aþenu hafði fjallað um málið var Kostas Vaxevanis handtekinn og tekinn til yfirheyrslu vegna þess aðhann hafí birt í tímaritinu HOTDOC lista yfir 2059 auðmenn sem geyma fé á bankareikningum í Sviss, en sem kunnugt er hefur efnahagsástandið í landinu verið mjög erfitt og mikil umræða um hvernig skipta beri þeim byrðum sem Grikkir þurfa að axla. Listinn sem hér um ræðir er kenndur við  fyrrum fjármálaráðherra Frakka, frú  Lagarde, og birtist fyrst 2010 þar í landi. Eftir yfirheyrslurnar var Vaxevanis sleppt en hann var ákærður og á að mæta fyrir rétti nú á fimmtudag til að svara til saka fyrir að hafa rofið friðhelgi einkalífs einstaklinganna á listanum.  

„Við erum á þeirri skoðun aðbirting lista af þessu tagi sem þegar hefur verið birtur opinberlega árið 2010 sé eingöngu spurning um að veita almenningi aðgang að upplýsingum. Vaxevanis var því eingöngu að vinna vinnuna sína sem blaðamaður í almannaþágu, ekki bara með því að birta listann sem slíkan hledur líka með því því að benda  á að yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum upplýsingum um hugsanlega stórfellan skattaundandrátt,“ segir Dimitris Trimis, formaður  gríska Blaðamannafélagsins, JUADN, sem er aðili að EFJ.

Sjá einnig hér