EFJ hvetur til virðingar fyrir rétti blaðamanna í Úkraínu

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa áréttað áskorun sína til allra deiluaðila í Úkraínu um að virða réttindi og fresli blaðamanna sem starfa þar í landi til að vinna vinnuna sína og fylgjast með og segja frá atburðum.  Tilefni þessara yfirlýsinga eru fréttir um að rússneskum blaðamönnun hafi verið synjað um heimild til að fara inn í Úkraínu og að á sama tíma hafi innlendir og alþjóðlegir blaðamenn aðrir  lent í áreiti, ofbeldi  af hálfu stjórnvalda og verið handteknir og búnaður þeirra gerður upptækur.  Hljóðver og útsendingarbúnaður hefur einnig orðið fyrir árásum og  útvarpsmerki verið  bjöguð eða stöðvuð.

Sjá meira hér