Dreifa "handteknum tíðindum"

Í gær, 5. nóvember, var baráttudagur Evrópusambans blaðamanna(EFJ) sem kallaður er “Til varnar blaðamennsku”.  Aðildarfélög sambandsins um alla Evrópu hafa iðulega gert eitthvað þennan dag, en um er að ræða árlegan baráttudag fyrir gildum og hefðum sígildrar blaðamennsku. Þetta átak hófst árið 2007 og hefur kastljósinu verið beint að ýmsum málum á þessum degi. Haldin hafa verið málþing eða mótmælaaðgerðir, allt eftir því hvað hefur verið talið henta hverju sinni. 

Að þessu sinni eru megin aðgerðirnar haldnar í Brussel í dag, 6. nóvember, en þar eru félagar úr belgíska blaðamannafélaginu og frá EFJ að dreifa blaði þar sem minnt er á slæmar aðstæður og kúgun blaðamanna í Tryklandi eins og greint var frá hér á síðunni á dögunum.  Þessar aðgerðir hófust nú að afloknu  málþingi um fjölmiðlafrelsi sem Evrópuþingið stóð fyrir. Þar var Arne König forsti EFJ meðal ræðumanna.  Plaggið sem blaðamenn eru að dreifa í Brussel í dag kalla þeir „Arrested Gasette“ sem þýða mætti sem hin „Handteknu tíðindi“. Í því dreifibréfi verða birtir útdrættir úr ýmsum skrifum þeirra blaðamanna sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi.

Hér má sjá á ensku hin „Handteknu tíðindi“