Danskir miðlar stóðust prófið

Margar siðferðilegar og faglegar  spurningar komu upp í umfjöllun danskra miðla af ódæðisverkunum í Kaupmannahöfn. Þetta eru m.a. atriði sem snúa að upplýsinga- og almannaþjónustuhlutverki fjölmiðla annars vegar og hins vegar viðskipta og samkeppnisstjórnarmiðum miðlanna. Einnig eru þetta spurningar um það hvernig og að hve miklu leyti á að sannreyna heimildir og myndskeið sem koma fram í rauntíma - frásögn eða  því sem kallað er „braking news“.  Þessar spurningar eru danskir blaðamenn nú að ræða, en samhliða leggja þeir mat á umfjöllun miðla um framvindu málsins, en fraásagnir og fjölmiðlaumfjöllun var nánast viðstöðulaus í rauntíma.  Áhorfs og lestrartölur voru gríðarlega háar og  haft er eftir Poul Madsen aðalritsjtóra Extrablaðsins að þetta hafi veri𠠄villtasti tími sem hann hefur upplifa𓠠og  Mette Ösetergaard fréttaritstjóri TV2 sagði að þau „hefðu skrifað söguna um leið og hún gerðist“. Í það heila virðsit þó sem danskir miðlar hafi staðið sig vel í umfjöllun sinni og sýnt sig að vera vandaðir og faglegir

 Sjá einnig hér