Dagblöð öflug í tengslum við lesendur

Dagblöð eru enn þá áhrifaríkist fjölmiðla í að efla þáttöku og samskipta við lesendur sína samkvæmt nýrri könnun sem Samtök dagblaðaútgefenda í Bandaríkjunum hefur sent frá sér. Þá eru auglýsingar í prentmiðlum áfram með þeim áhrifamestu. Hins vegar skyggir það á þessi jákvæðu tíðindi fyrir dagblöð, að auglýsnigatekjur eru enn á niðurleið. Dagblöð gætu, samkæmt þessari könnun, gert margt til að efla stöðu sína, sérstaklega þegar kemur að því að nýta sér samfélagsmiðla og snjallsímavæðinguna. Höfundar könnunarinnar segja að framleiðendur ritstjórnarefnis af hvaða tagi sem er ættu að snúa sér að því að tengjast snjallsímum þar sem notkunarsprenging sé að eiga sér stað.
Sjá einnig hér