Dagblöð mikilvæg aldamótakynslóðinni

Þrátt fyrir þá almennu trú að fólk undir þrítugu lesi ekki lengur blöð og sé að yfirgefa hefðbundnar vefsíður og noti þess í stað hin ýmsu snjalltæki, s.s. spjaldtölvur og síma, þá sýna nýjar athuganir á vegum Samtaka bandarískra dagblaða (Newspaper Association of America's) að dagblaðið er enn mikilvæg uppspretta upplýsinga fyrir “aldamótakynslóðina”.

Um 57% 18-34 ára fólks í Bandaríkjunum lesa dagblað að einhverju marki í hverri viku annað hvort prentútgáfu eða dagblað á netinu. “Það er engin spurning að unga fólkið er mun virkara en aðrir á stafrænu miðlunum og notar þá til að afla upplýsinga sem það telur sig varða. Hins vegar eru dagblöðin áfram mikilvæg og þau hafa þróast og fundið leiðir til að verða aðgengilegri ungu fólki á stafrænu formi,” segir Jim Conaghan hjá Samtökum bandarískra dagblaða.

Sjá meira hér