Dagblaðið í Noregi: Vill efla staðbundin skoðanaskipti

Hér má sjá svör í frambjóðendakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi í fyrra um hvort þeir …
Hér má sjá svör í frambjóðendakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi í fyrra um hvort þeir væru ánægðir með umfjöllun landsdekkandi miðla um málefni sveitarfélags þeirra.

Útgáfufyrirtæki Dagblaðsins í Noregi hefur nú opnað nýjan vettvang á vefsetri sínu undir yfirskriftinni „staðbundnar skoðanir“, þar sem sérstakt átak er gert í því að efla staðbundna samfélagsumræðu. Tímasetningin miðast við það að í haust munu fram sveitarstjórnarkosningar. Sjálft skilgreinir útgáfufyrirtækið þetta sem einn mikilvægasta umræðuvettvang í norskum fjölmiðlum.  Dagblaðið hefur alla tíð við mikilvægur vettvangur þjóðfélagsumræðu og John Arne Markusson, sem ritstýrir þessum vettvangi, segir mikilvægt að umræða snúist um það sem sé nálægt fólki og skipti það mestu máli.  Dálkahöfundur og innblaðsstóri á blaðinu, Martine Aurdal, segir þetta vera spurningu um lýðræði og á þessum vettvagni verði rætt allt frá skólamálum til skipulangsmála og sumt muni koma fram í Dagblaðinu sjálfu og annað í öðrum gáttum.

 Þess má geta að sveitarstjórnarmenn á Íslandi hafa stundum fjallað um að erfitt sé að fá umræðu um staðbundin mál í fjölmiðlum, sérstaklega landsdekkandi fjölmiðlum. Þetta mun m.a. koma fram í erindi sem flutt verður á ráðstefnunni NordMedia  í Kaupmannahöfn á laugardag, en þar er m.a. greint frá niðurstöðu úr spurningakönnun sem gerð var við Háskólann á Akureyri meðal frambjóðenda í 10 stórum og meðalstórum sveitarfélögum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Þar kemur fram að meirihluti frambjóðenda, eða rúmlega 56% voru annað hvort mjög eða frekar ósammála fullyrðingunni „Ég er sátt(ur) við umfjöllun  landsdekkandi fjölmiðla um málefni sveitarstjórnarkosninganna í mínu sveitarfélagi.“  

Sjá Staðbundnar skoðanir eða „Lokale Meninger“ hér