Brot á siðareglum að lesa inn á Lotto-auglýsingu

Frá fundi norsku siðanefndarinnar
Frá fundi norsku siðanefndarinnar

Norska fjölmiðlasiðanefndin ( Pressens faglige utvalg) hefur úrskurðar að TV2 í Noregi hafi brotið gegn nokkrum ákvæðum siðareglna með því að heimila að þekktur  íþróttafréttamaður  stöðvarinnar, Øyvind Alsaker ,  læsi inn á sjónvarpsauglýsingu fyrir Lottóið.  Er litið svo á af meirihluta siðanefndarinnar að  fjárhagsleg tengsl TV2 við Lottóið séu mikil og sterk vegna auglýsingahagsmuna og að gengi hafi verið of langt þegar þekktur íþróttafréttamaður stöðvarinnar sé látin fara með auglýsingatexta fyrir Lottó eins og um lýsingu á kappleik væri að ræða.

Sjá meira hér