Breskir ritstjórar fallast á öflugra eftirlit en vija ekki fá yfir sig lagasetningu

Ritstjórar helstu dagblaða í Bretlandi hittust fyrir helgina til að ræða hugmyndir um nýjan eftirlitsaðila með fjölmiðlum sem hefði mun víðtækari valdheimildir og tæki til ráðstöfunar en núverandi kerfi gerir ráð fyrir. Ritstjórarnirfunduðu undir talsverðum þrýstingi frá stjórnvöldum, einkum frá David Cameron, forsætisráðherra og féllust ritstjórarnir á að efla og styrkja eftirlitið með ýrri stofnun eins og rætt hefur verið um.

Hins vegar þræddu ritstjórarnir nokkuð þröngan stig í þessu, því hugmyndirnar sem Leveson lávarður setti fram í skýrslu sinni gengu nokkuð lengra en ritstjórarnir voru tilbúnir til að sætta sig við. Þannig höfnuðu þeir róttækustu hugmyndinni í skýrslunni sem gekk út á að setja lög sem myndu búa til valdamikið og opinbert eftirlitskerfi með fjölmiðlum. Með þessari afstöðu sinni taka ritstjórarnir í stórum dráttum sömu afstöðu til tillagna skýrslunnar og Cameron forsætisráðherra hefur gert. Cameron hefur átt í nokkrum orðahnippingum við pólitíska adstæðinga vegna þess hversu tregur hann hefur verið að fallast á tillögur um að lögfesta eftirlit stjórnvalda með fjölmiðlum. Hefur hann sagt að ef stjórnmálamenn fari inn á þá braut sé 300 ára saga prentrelsis í hættu. Ef lög af þessu tagi séu á annað borð til staðar sé ákveðinn þröskuldur yfirstiginn og stjórnmálamenn gætu freistast til að víkka þau út smá saman, sem myndi þýða að stöðugt vaxandi eftirlit og ritskoðun með fjölmiðlum.

Sjá einnig hér