Birti sjálf strax svörin við spurningum blaðamanns

Bente Klarlund Pedersens
Bente Klarlund Pedersens

Athyglisverð umræða fer nú fram í hopi danskra blaðamann í kjölfar þess að viðmælandi blaðamanns hjá Jullands Posten sem fékk sendar spurningar frá blaðamanni birti sjálfur opinberlega svör sín við spurningunum og spurningarnar á opinberri vefsíðu. Það var gert til að tryggja „gagnsæi um ferðakostnað viðkomandi“.  

Þetta er nokkuð sérstakt þar sem viðkomandi blaðamaður hefur verið að skrifa greinaflokk um ráðstöfun á fjármagni til rannsókna á sjúkrahúsum og ferðakostnað starfsfólks í tengslum við það. Eitt og annað hefur komið fram í þessum greinum og eftir að blaðmaðurinn, Morten Pihl, hafði komist yfir gögn um ferðakostnað voru fyrirspurnirnar sem sendar voru viðkomandi, rannsóknarkonunni Bente Klarlund Pedersens. En um leið og hún svaraði fyrirspurninni birti hún svör sín opinberlega annars staðar.  Morten Pihl segir í samtali við vefsíðu danska Blaðamannsins að hann hafi talið heiðarlegt að gefa viðmælendum tækifæri til að leggjast yfir svör sín og gefa þau skriflega og að þeir fengju sæmilega rúman tíma til að svara. Nú hins vegar velti hann því fyrir sér – í ljosi þess að eðli málsins samkvæmt séu fjölmiðlar í keppni um að koma fram fyrstir með málin og upplýsingar – hvort þessi vinnubrög séu misráðin og eðlilegra væri einfaldleg að hringja í viðkomandi og stytta tímann þannig fram að birtingu. Hann segir að raunar hafi þetta ekki komið verulega að sök í þessu máli því hann hafi ekki metið þetta sem svo að í málinu væri frétt og eðlilegar útskýringar hafi fengist.

  Sjá umfjöllun hér