BÍ vísar kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara

Blaðamannafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara og óskað eftir því að hann hafi milligöngu um lausn á kjaradeilu félagsins við SA, en samtökin fara með samningsumboð vegna Árvakurs, 365 og Ríkisútvarpsins. Þetta var ákveðið á fundi samninganefndar BÍ í gær, mánudag. Að mati samninganefndarinnar eru litlar sem engar líkur til þess að samningar takist á næstunni við óbreyttar aðstæður og því er óskað eftir milligöngu ríkisáttasemjara. Jafnhliða munu viðræður um endurnýjun kjarasamninga við þá fjölmiðla sem standa utan Samtaka atvinnulífsins halda áfram.