BÍ fær afhenta skýrslu mum mannréttindi í Tyrklandi

Á myndinni tekur Hjálmar Jónsson formaður BÍ við skýrslunni úr hendi Ögmundar Jónassonar, fyrrverand…
Á myndinni tekur Hjálmar Jónsson formaður BÍ við skýrslunni úr hendi Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi alþingismanns.

Blaðamannafélag Íslands veitti í gær viðtöku skýrslu um stöðu mannréttindamála í Tyrklandi en þar er sérstaklega vakin athygli á takmörkunum á tjáningarfrelsi, lokun fjölmiðla og fangelsun fréttmanna sem gagnrýnir eru á stjórnvöld.

Skýrlan var unnin af tíu manna sendinefnd talsmanna mannréttinda, stjórnmálamanna, fréttamanna og fræðimanna, sem heimsótti Tyrkland 13. – 19. febrúar síðastliðinn. Sendinefndin kenndi sig við Imrali en á þeirri eyju hefur Öcalan leiðtoga Kúrda verið haldið í einangrunarfangelsi síðan 1999. Hópurinn bað um leyfi til að heimsækja hann í fangelsið svo og þingmenn úr röðum Kúrda sem sitja á bak við lás og slá. Ekki var orðið við þeirri beiðni.

Sendinefndin heimsótti Istanbúl og Diyarbakir í austurhluta Tyrklands og fór talsvert um að auki. Fundað var með stjórnmálamönnum, forsvarsmönnum verkalýðshreyfingar, blaðamönnum og fulltrúum fjölmiðla sem hafði verið lokað,

Í skýrslu nefndarinnar er athygli vakin á alþjóðlegum greinargerðum sem gagnrýna tyrknesk stjórnvöld fyrir að torvelda frjálsa fjölmiðlun, svo sem Human Rights Watch sem segir tilhneigingu til ofsókna á hendur gagnrýnum fjölmiðlum hafa farið vaxandi í Tyrklandi á árinu 2016 og fram á þennan dag. Í febrúar á þessu ári hafi tala fréttamanna sem stefnt hafi verið fyrir dóm á undanförnum misserum vegna fréttaumfjöllunar sinnar, verið kominn í 839 og þar af væru 151 á bak við lás og slá.   Að auki hefði 176 fréttastöðvum (media outlets) verið lokað og allur búnaður gerður upptækur. 780 blaðamenn hefðu verið sviptir blaðamannapassa sínum og þrjú þúsund blaðamenn misst vinnu sína. Þá hafa þúsundir einstaklinga verið dregnir fyrir dóm vegna skrifa á samfélagsmiðlum.

Imrali nefndin var sett á fót að frumkvæði Turkish Civic Commission sem starfar innan vébanda Evrópusambandsins og hefur verið fylgjandi aðild Tyrklands að sambandinu en með skýrum og afdráttarlausum fyrirvörum um að fyllstu mannréttinda sé gætt.

Á meðal nefndarmanna var Ögmundur Jónasson sem af henti formanni BÍ skýrsluna fyrir hönd sendinefndarinnar.

Um nefndina segir:

“The delegation included: two current representatives from the Parliamentary Assembly of the Council of Europe, Miren Edurne Gorrotxategi (Basque Country, Spain) and Ulla Sandbaek (Denmark); a current Member of the European Parliament, Julie Ward (UK); a former MEP, Francis Wurtz (France); a former Minister of Justice and trade unionist, Ögmundur Jonasson (Iceland); veteran Foreign Correspondent, Jonathan Steele (UK); the Chair of the Westminster Justice and Peace Commission, Father Joe Ryan (UK); the Chair of the Transnational Institute for Social Ecology (TRISE), Dimitri Roussopoulos (Canada); a member of the TRISE advisory board and researcher at Leeds University, Federico Venturini (Italy); and a Lecturer from the University of Cambridge, Thomas Jeffrey Miley (USA).”

Skýrsluna er að finna hér