Besta staðbundna blað Evrópu

Útnefningu fagnað með kampavíni fyrir utan ritstjórnarskrifstofurnar
Útnefningu fagnað með kampavíni fyrir utan ritstjórnarskrifstofurnar

"Já við urðum fyrst Noregsmeistarar og nú Evrópumeistarar. Þetta er nánast of gott til að vera satt!“   Þetta segir Bjarne Tormodsgard í samtali við Hallingdølen, blaðið sem hann sjálfur ritstýrir. Tilefnið er að Hallingdølen hefur verið valið besta héraðsfréttablað Evrópu, en blaðið hafði áður verið valið besta staðbundna blað Noregs.

Útnefningin var kunngerð á föstudaginn en verðlaunin verða afhent á hátíð Blaðamannaverðlauna Evrópu í Vín í maí 2014.

Sjá meira hér