Belgía: Mótmæla ofbeldi lögreglu

Frá mótmælunum í Brussel þann 6. nóvember
Frá mótmælunum í Brussel þann 6. nóvember

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og Blaðamannasambandið í Belgíu (AJP) hafa sameiginlega fordæmt aðgerðir lögreglu í almennum mótmælum sem fram fóru í Brusel þann 6. nóvember síðastliðinn, þar sem lögreglan lét hendur skipta gagnvart ljósmyndurum á vettvangi. Ljósmyndararnir voru að störfum á svæðinu og mjög greinilega merktir sem blaðaljósmyndarar en engu að síður beitt lögrelgumenn þá óásætttanlegu ofbeldi og lömdu m.a. ljósmyndara  Sudpresse  illa á sama tíma og hann var að taka mynd af lögreglumanni sem hafði meiðst. Það þurfti atbeina tveggja annarra blaðamanna til að  aðlda aftur af lögreglu í því tilfelli samkvæmt upplýsingum frá AJP. Fleiri dæmi voru um  óásættanlega framkomu lögreglu og  hafa fbæði AJP og Evrópusambandið  lýst því yfir að þau muni aðstoða  félaga sína í að leita réttar síns í dómskerfinu.

 Sjá einnig hér