Atkvæðagreiðsla á föstudag

Akvæðagreiðsla um breytingarnar á samningi BÍ við SA fer fram í húsnæði Blaðamannafélags Íslands á föstudaginn kemur 18. mars 2016.  Kjörfundur verður opinn milli klukkan 10-16 . 

Eins og fram kom hér á síðunni í gær hafa Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um breytingar á gildandi kjarasamningi aðila sem felur í sér að laun hækka um 6,2% afturvirkt frá 1. janúar síðastliðnum.  Sú hækkun kemur í stað fyrirhugaðrar 5,5% hækkunar 1. maí næstkomandi.  Að auki munu öll laun hækka um 4,5% 1. maí  2017 og um 3,0% til viðbótar 1. maí 2018.  Þá fela breytingarnar í sér hækkun á lífeyrisframlagi atvinnurekenda um 3,5 prósentustig á samningstímanum í 11,5% þegar það er að fullu komið til framkvæmda 1. júlí 2018.

Að sögn Hjálmars Hónssonar formanns BÍ eru þessar breytingar ívilnandi og mjög ánægjulegar fyrir félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Samninginn í heild sinni má sjá hér