Atkvæðagreiðsla um samninga BÍ og FF við SA

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna við Samtök atvinnulífsins.

Athugið að atkvæðagreiðslan er í tvennu lagi. Annars vegar um almennan kjarasamning BÍ og hins vegar um samning vegna Félags fréttamanna.

Atkvæðagreiðslan er opin til hádegis föstudaginn 31. maí. Innskráning er með rafrænum skilríkjum í gegnum hlekki hér að neðan.

Félagar í BÍ, sem taka kjör samkvæmt kjarasamningi BÍ við SA, greiða atkvæði um nýja kjarasamninginn með því að smella hér. Það eru m.a. félagsmenn BÍ á miðlum Árvakurs, RÚV (utan FF) og Sýnar.

Félagar í Félagi fréttamanna (sem jafnframt eru félagar í BÍ) taka einir þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamning FF við SA f.h. RÚV ohf, greiða atkvæði með að smella hér.

Frekari upplýsingar:
Kjarasamningur BÍ og SA
Kynning á helstu atriðum samnings BÍ og SA

Kjarasamningur FF og SA
Kynning á helstu atriðum samnings FF og SA