Átak gegn hatursáróðri í Evrópu

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur tekið undir með ítölsku samtökunum “Carta di Roma”  og fagnað frumkvæði blaðsins La Stampa í því að berjast gegn hatursáróðri.  EFJ, sem Blaðamannafélag Íslands er aðili að, hvetur aðildarfélög sín og meðlimi til að vera vakandi fyrir þeirri hættu að fjölmiðlaumfjöllun geti aukið misrétti og hatursáróður. Þessi yfirlýsing og þetta átak kemur í kjölfar mikillar umræðu og deilna um neyðarástand í innflytjendamálum í Evrópu.

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ, segir að “blaðamenn eigi að þora að standa upp og fordæma hartursáróður opinberlega. Þeir hafa siðferðilega skyldu til að standa gegn skilaboðum sem fela í sér rasisma og hvetja til haturs, móðgana eða ofbeldis í almennarými samfeálgsins.”

Ítalska blaðið la Stampa hefur gripið til þess að ritskoða  athugsemdakerfi hjá sér og rasísk og hatursfull ummæli eru nú kerfisbundið fjarlægð af síðunni samhliða því að lesendur eru hvattir til að svara ekki slíkum ummælum en tilkynna þau þess í stað til ritstjórnar sem síðan fjarlægir þau.

Sjá meira um  málið hér