Ályktanir IFJ á rafrænu formi

"Þeim ögrunum og áskorunum sem blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla standa frammi fyrir í dag um allan heim verður aðeins mætt með samstilltu átaki fagfélaga þvert á landamæri og á milli heimsálfa. Slíkt átak felur í sér að búa til samstöðu um nýja sýn á hlutverk stéttafélaga og réttindi blaðamanna á stafrænum tímum.“

Þannig hefst ein af ályktunum sem samþykktar voru á heimsþingi Alþjóðasambands blaðamanna sem haldið var í Dublin á Írlandi í byrjun júní sl. Þessi tiltekna ályktun er um framtíð Alþjóðasamtakanna en gríðarlegur fjöldi ályktana var samþykktur á þinginu ogfrá og með þessari viku er hægt að skoða ályktanirnar á rafrænu formi á vef Alþjóðasambandsins.

Sjá hér