Áfram stutt við norska fjölmiðla

Norsk stjórnvöld hafa hætt við stórfelldan niðurskurð á blaðastyrkjum þar í landi, en fjölmiðlar fá styrki frá hinu opinbera  samkvæmt almennum reglum til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum.  Áform eru upp i um að blaðastyrkir muni í heildina nema um 50 milljónum norskra króna eða um  900 milljónum íslenskra króna.  Thomas Spence, formaður Blaðamannafélags Noregs, fagnar þessum viðsnúningi sem hann rekur fyrst og fremst til miðflokkanna.  Sérstakri ánægju lýstir hann með að áform eru uppi um að reyna að hafa engan virðistaukaskatt af ritstjórnarefni (blaðamennsku) og er farið með slíkt erindi til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, en til vara að slíkt efni mni bera 8% skatt.

 Sjá einnig hér