Aðför að fjölmiðlafrelsinu

Í leiðara DV í dag fjallar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir með skorinorðum hætti um þá aðför að frelsi fjölmiðlafólks og uppljóstrara sem hafa birst ótrúlega víða og með ótrúlega grófum hætti í hinum vestræna heim að undanförnu. Ingibjörg segir m.a.: „Ofsóknir gegn fréttamönnum eiga sér stað víða og þær eiga sér alls kyns birtingarmyndir. Það er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, líkt og ritstjórar norrænna dagblaða gera sem sendu David Cameron, forsætisráðherra Breta, bréf þess eðlis. Það er ekki ógn við lýðræðið að birta upplýsingar um ranglæti heldur þvert á móti styrkur þess. Frelsi fjölmiðla til þess að sinna hlutverki sínu er aldrei mikilvægara en þegar þeir birta upplýsingar sem eru óþægilegar ráðamönnum.“

Sjá leiðarann hér