Að segja sögu í sjónvarpi

Torben Schou
Torben Schou

Að segja sögu í sjónvarpi  er heiti námskeiðs með Torben Schou,sem haldið verður  í Útvarpshúsinu í Efstaleiti, helgina 21.-23. nóvember. Námskeiðið fer fram á ensku.  Námskeiðið er ætlað sjónvarpsfréttamönnum, vef-fréttamönnum, klippurum, tökumönnum, upplýsingafulltrúum og ritstjórum. 

Hvernig fær myndmálið að njóta sín, og hvernig á að byggja upp sjónræna frétt eða þátt?  Torben mun leggja áherslu á það hvað virkar í sjónvarpi og hvað ekki.  Hvernig skipuleggur maður sjónvarpsefnið og vinnsluna og hvernig myndir virka og hvernig vinnur maður með hljóð? 

Torben Schou er einn af þekktustu sjónvarpsmönnum Danmerkur og býr yfir meira en 20 ára reynslu í fréttavinnslu, íþróttafréttamennsku, þáttagerð og vinnslu skemmtiefnis.

 Námskeiðið verður: 
Föstudaginn, 21. nóv: kl. 17.00-21.00 
Laugardaginn,  22. nóv:  kl. 09.00-18.00
Sunnudaginn,  23. nóv: kl. 09.00-12.00

 Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta haft samband við Sigrúnu Stefánsdóttur:  sigruns@unak.is