Að mestu sameiginlegt almannarými innflytjenda og annarra Norðmanna

Samkvæmt rannsókn sem Háskólinn í Osló og greiningadeild NRK, norska ríkisútvarpsins standa að er fjölmiðlaneysla innflytjenda í Noregi mjög svipuð því sem gerist hjá Norðmönnum almennt. Af þessu er dregin sú ályktun að almannarými fjölmiðla í Noregi sé ekki með áberadi hætti skipt upp í hólf, og að stærstum hluta séu allir, innflytjendur og aðrir að deila sama almannarými. Rannsóknin byggir á könnun meðal 900 innflytjenda þar sem þeir eru spurðir um fjölmiðlaneyslu sína og meða þess sem í ljós kom er að átta af hverjum tíu þeirra nota fjölmiðla á hverjum degi.

Flestir nota Netið daglega eða 90% og síðan sjónvarp eða 66%, en til samanburðar má nefna að 95% af Norðmönnum í heild nota netið daglega og 81% horfa daglega á sjónvarp.

Þá kemur í ljós að það eru stærstu fjölmiðlarnir í Noregi sem innflytjendur nota mest, NRK er sterkt og sömuleiðis dagblaðið VG. Þetta er svipað mynstur og hjá Norðmönnum almennt.

Sjá meira hér og hér