2014 var ár áskorana

„Það má ljóst vera að á árinu 2014 stóðum við frammi fyrir áskorunum sem aldrei fyrr. Við tókumst á við áhyggjur af öryggi blaðamanna, ótta um atvinnuöryggi og enn er óvissa um framtíðina.“ Þetta er meðal þess sem Jim Beoumelha forseti Alþjóðasambands blaðamanna sagði í nýársávarpi sínu til blaðamanna. Hann sagði líka að blaðamannafélög og blaðamenn um heim allan hafi sýnt hugrekki til að standa með og verja blaðamennskuna. „Samstaða okkar og samvinna gefur okkur tilefni til stolts yfir því sem við erum og því sem við getum áorkað á erfiðum tímum. Alls staðar eru aðildarfélög okkar staðráðin í að byggja upp fyrir framtíðina. Við vitum að það er í okkar valdi að koma sterkari út úr þessum átökum ef við aðeins höldum einbeitingu okkar og stöndum hvert með öðru,“  sagði forseti Alþjóðasambandsins ennfremur.

 Sjá myndband af  ávarpinu hér