1991 Ákæruvaldið gegn Halli Magnússyni - Meiðyrði

Hallur Magnússon, blaðamaður, var dæmdur fyrir brot á 108. gr. almennra hegningarlaga vegna ærumeiðandi ummæla um séra Þóri Stephensen, sem þá hafði ekki látið af embætti dómkirkjuprests í Reykjavík, en var orðin staðarhaldari í Viðey. Birtust ummælin í grein í dagblaði, en tilefni þeirra voru framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar við kirkjugarðinn í Viðey. Sem staðarhaldari var Þórir starfsmaður Reykjavíkurborgar og þannig í opinberu starfi í skilningi 73. gr. laga nr. 8/1986. Ummælin voru árás á hann sem opinberan starfsmann og persónulega. Sum ummælin stöfuðu af misskilningi varðandi staðreyndir, sem Hallur hirti ekki um að kynna sér til hlítar. Að nokkru fólust í greininni lýsingar á skoðunum Halls, sem settar voru fram hörðum orðum. Hallur var dæmdur til að greiða 60.000 króna sekt í ríkissjóð og 150.000 krónur í miskabætur skv. 1. mgr. 264. gr. alm. hgl. Þá voru átalin ummæli ómerkt. Halli var gert að greiða sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað málsins.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 210000 555910,22 230000 Hallur Magnússon, höfundur Dómur sakadóms Reykjavíkur   óraskaður efnislega

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxOA7ELuNLYU5IUyRne%2f3e8uG7Qsrh1pZZFR3%2fgI6B8j9DSj9a%2boIYl4iQAFz6DJLxhwGNCjnMhwUwKVfTtdG3QFVeQwuzOCxneXahYt6qMLz0IXu3jmlI%2fHgTFtAViH8FUDNt3D4MfyN