Fréttir

Stöð 2 ekki brotleg við siðareglur

Stöð 2 ekki brotleg við siðareglur

Siðanefnd hefur úrskurðað í máli þar sem barnsmóðir Ólafs William Hand kærði 365 miðla/Fréttastofu Stöðvar 2
Lesa meira
Myndir sýnir pólitísk áhrif í fjölmiðlakerfum. Grænt sýnir lítil áhrif; gult meðal áhrif; og rautt m…

Alls staðar steðjar einhver ógn að fjölbreytni í fjölmiðlum

Verkefnið „Media Pluralism Monitor“ sem fjallar um að mæla og meta fjölbreytni í fjölmiðlum í Evrópu hefur nú sent frá sér ítarlega skýrslu þar sem farið er yfir stöðuna varðandi tjáningarfresli.
Lesa meira
Árósarskólinn: Umsóknarfrestur til 5. júní

Árósarskólinn: Umsóknarfrestur til 5. júní

Ástæða er til að benda íslenskum blaðamönnum á það einstak tækifæri sem felst í því að geta sótt námskeið NJC , eða Norræna blaðamannaskólans í Árósum, í haust
Lesa meira
Margir evrópskir blaðamenn búa við ógn, einelti og ótta

Margir evrópskir blaðamenn búa við ógn, einelti og ótta

Könnun sem gerð var með stuðningi Evrópuráðsins og náði til 940 blaðamanna í aðildarríkjunum 47 auk Hvíta-Rússlands sýnir að blaðamenn í Evrópu verða iðulega fyrir alvarlegum og tilefnislausum aðdróttunum eða truflunum við störf sín – sem birtist meðal annars í formi ofbeldis, ótta eða sjálfs-ritskoðunar. Um þriðjungur svarenda (31%) sagðist hafa orðið fyrir líkamlegri árás á síðast liðnum þremur árum. Algengasta “truflunin” eða inngripið sem blaðamenn nefndu eða um 69% þeirra, var sálrænt ofbeldi svo sem niðurlæging, ógnanir hótanir, slúður og ófrægingarherferðir.  Næst algengast (53%) var að blaðamennirnir nefndu einhvers konar net-einelti, einkum í formi ásakana um að vera hlutdrægur, eða persónulegra árása eða þá að rógur eða ófræging af einhverju tagi.  Í þriðja sæti var ógnun frá hagsmunagæsluhópum hvers konar (50%) og í fjórða sæti ógnanir frá pólitískum hópum(43%). Það má lesa meira um þessa könnun hér  
Lesa meira
Nýr Blaðamaður

Nýr Blaðamaður

Nýr Blaðamaður er á leiðinni í pósti til félagsmanna BÍ. Þar er m.a. fjallað um framtíð fjölmiðla og þær hugmyndir sem uppi eru um hvernig og hvort stjórnvöld eigi að koma að því að tryggja faglega fjölmiðlun. Skoðuð er staðan á Íslandi og farið yfir nýlega fjölmiðlaskýrslu sem kom út í Noregi þar sem finna má umfangsmiklar tillögur hvað þetta varðar. Blaðamanninn má einnig nálgast rafrænt hér á heimasíðunni
Lesa meira
Gullmedalía Pulitzer

Pulizer verðlaunin voru kynnt í dag

Pulizerverðlaunin voru tilkynnt í BNA í dag en þau eru veitt í 21 flokki, 7 flokkum fyrir bókmenntir/tónlist/leiklist og 14 flokkum fyrir blaðamennsku. New York Daily News og ProPublica fengu verðlaun I flokknum umfjöllun í almannaþágu fyrir umfjöllum um misnotkun á útburðarreglum þar sem hundurð manna, mest fátækt fólk og fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er borið út. Í þessum flokki er "Gullmedalían" veitt, sem er til að undirstrika mikilvægi hans. Í flokknum um fréttaskýringar (Explanatory Reporting) fengu Alþjóðasamt0k rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Investigative Journalists, ICIJ), McClatchy og Miami Herald verðlaun fyrir umfjöllun um Panamaskjölin. Fyrir fréttaumfjöllun (breaking news) fékk ritstjorn East Bay Times, í Okland verðlaun fyrir  ítarlega umfjöllun um “Drauagaskips eldsvoðann” þar sem 36 manns létust  og fyrir eftirfylgni með því máli sem sýndi hvernig borgaryfirvöld höfðu trassað að grípa til forvarnaraðgerða sem komið hefðu í veg fyrir þennan harmleik. Fyrir rannsóknarblaðamennsku fékk Eric Eyre blaðamaður hjá Charleston Gasatte-Mail verðlaunin fyrir hugrakka umfjöllun um ótrúlegr flæði opiod-lyfja ( tegund verkjalyfja) í Vestur Virginíu þar sem efnhags- og félagslegt ástand er slakt og þar sem hlutfall ofnotkunar er hæst í Bandaríkjunum. Fleiri verðlaunaflokka má sjá hér.  
Lesa meira
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Óbreytt forusta BÍ

Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á Aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Stjórn félagsins er jafnframt óbreytt eftir fundinn. Fram kom á fundinum að afkoma félagsins á síðasta ári var góð og fjárhagsstaða félagsins er sterk.  Staða fjölmiðla og þar með blaðamennsku er ínokkrum mótvindi um þessar mundir og ítrekar Hjálmar mikilvægi blaðamanna sem fagstéttar og faglegra vinnubragða í fjölmiðlum sem hafi aukist á tímum með tilkomu mikils fjölda óritstýrðra upplýsingagátta og falsfrétta. Hér á eftir fer listi yfir fólk í helstu trúnaðarstörfum fyrir BÍ eftir kosningar á fundinum í gær: Aðalstjórn:Hjálmar Jónsson, form. Óli Kristján Ármannsson, KOM, varaform. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Fréttatíminn, ritari Höskuldur Kári Schram, Stöð 2, gjaldkeri Helga Arnardóttir, RÚV Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, BirtingurVaramenn: Trausti Hafliðason, Viðskiptablaðið Björn Jóhann Björnsson, Morgunblaðið Jóhann Hlíðar Harðarson, RÚV Samningaráð:Hjálmar Jónsson, formaður BÍ Óli Kristján Ármannsson, varaformaður BÍ Guðni Einarsson, Mbl. Höskuldur Schram, Stöð 2 Jón Hákon Halldórsson, Vísi Kolbeinn Þorsteinsson, DV Kristín Dröfn Einarsdóttir, BirtingiVaramenn: Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2 Guðjón Guðmundsson, Viðskiptablaðið Guðmundur Bergkvist, RÚV Siðanefnd:Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Hjörtur Gíslason, varaformaður Friðrik Þór Guðmundsson Ásgeir Þ. Árnason Róbert HaraldsonVaramenn: Jóhannes Tómasson Valgerður Jóhannsdóttir Sigríður Árnadóttir Dómnefnd Blaðamannaverðlauna: Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Arndís Þorgeirsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Kári Jónasson Svanborg Sigmarsdóttir Menningar- og orlofshúsasjóður:Fríða Björnsdóttir, formaður Lúðvík Geirsson Hilmar KarlssonVaramaður: Guðmundur Sv. Hermannsson Stjórn Styrktarsjóðs:Arndís Þorgeirsdóttir, formaður Guðni Einarsson, Morgunblaðið Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2Varamenn: Baldur Guðmundsson, DV Hjálmar Jónsson, BÍ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Birtingur Skoðunarmenn reikninga:Sigtryggur Sigtryggsson, Morgunblaðið Sigurður Hreiðar HreiðarssonVaramaður: Guðmundur Sv. Hermannsson, Morgunblaðið Kjörnefnd:Arndís Þorgeirsdóttir, formaður Guðmundur Ólafur Ingvarsson Kristján Hjálmarsson Trúnaðarmenn á helstu vinnustöðumMorgunblaðið: Guðni Einarsson, Kristín Heiða KristinsdóttirDV: Kolbeinn ÞorsteinssonStöð 2/Bylgjan:  Höskuldur Kári SchramBirtingur: Kristín Dröfn EinarsdóttirFréttablaðið: Snærós SindradóttirViðskiptablaðið: Guðjón Guðmundsson  
Lesa meira
Aðalfundur BÍ í kvöld!

Aðalfundur BÍ í kvöld!

Rétt er að minna félaga í BÍ á að aðalfundur félagsins  verður í kvöld, haldinn fimmtudaginn 6. apríl, að Síðumúla 23. Hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar*LagabreytingarÖnnur mál
Lesa meira
Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast
Tilkynning

Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast

Athygli félaga í Blaðamannafélagi Íslands er vakin á því að frestur til sækja um meistaranám í blaða- og fréttamennsku - og meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum við HÍ (umsóknarfrestur í HA er 5. júní) rennur 15.apríl næstkomandi. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 5. júní. Sótt er um rafrænt á vef HÍ: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam Blaða- og fréttamennskunámið er hagnýtt nám sem býr fólk undir störf við margskonar miðlun. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám:   Námið er einnig er í boði við Háskólann á Akureyri, en þar er umsóknarfrestur til 5. júní: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma Kynningarbæklingur þar sem báðum námsleiðum er lýst ítarlega:   Ekki eru tekin skólagjöld í HÍ en nemendur greiða sn. innritunargjöld kr. 75.000.- fyrir námsárið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is um báðar námsleiðir,en einkum nám í blaða- og fréttamennsku. Um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri eru veittar upplýsingar þar. sjá: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma   Yfirlitsbæklingur um allt framhaldsnám Stjórnmálafræðideildar HÍ er á slóðinni: http://www.hi.is/sites/default/files/elva/framhalds_2017-18_stjornmal_web.pdf og þar eru einnig lýsingar á ofangreindum námsleiðum á bls. 37-51
Lesa meira
Heimildamyndin Opposition sýnd í Reykjavík

Heimildamyndin Opposition sýnd í Reykjavík

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition. Í maí 2012 ruddust eitt hundrað lögreglumenn vopnaðir sveðjum og byssum, ásamt stórvirkum vinnuvélum inná Paga Hill landnemabyggðirnar í borginni Port Moresby á Papúa Nýju Gíneu til að ryðja burt húsum íbúanna. Lögreglumennirnir skutu á mannfjöldann, lömdu og hjóu til fólks með sveðjunum. Svæðið átti að rýma fyrir byggingu fimm stjörnu ferðamannastaðar með hótelum, glæsiíbúðum, verslunum og veitingastöðum. Íslendingur er í forsvari fyrir fyrirtækið sem stóð að framkvæmdinni. Í heimildarmyndinni The Opposition er fylgst með baráttu Joe Moses leiðtoga þeirra 3000 íbúa sem bjuggu á svæðinu. Þrátt fyrir að Joe væri í lífshættu vegna baráttu sinnar gegn stjörnvöldum hélt hann áfram og barðist fyrir fólkið sitt fyrir dómstólum í Papúa Nýju Gíneu í þrjú ár. Heimildarmyndinn hefur verið sýnd víða við mikið lof, meðal annars á Hot Docs í Toronto. Aðstandendur myndarinnar hafa þurft að standa í ströngu fyrir dómstólum til að hrinda tilraunum til að hindra sýngu hennar. Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku og Blaðamannafélag Íslands standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition í Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 6. apríl klukkan 20:00. Að lokinni sýningu myndarinnar munu aðstandendur myndarinnar taka við spurningum frá áhorfendum. Umræðum stjórnar Kristinn Hrafnsson blaðamaður. Hér má sjá sýnishorn úr myndinni
Lesa meira