Blaðamannafélagið hyggst standa fyrir afmælisfagnaði í lok nóvember eða byrjun desember, en félagið fagnar 120 ára afmæli í ár. BÍ var stofnað 19. nóvember 1897 á Hótel Borg í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í starfsáætlun stjórnar BÍ fyrir árið 2017 – 2018 sem birt er hér á vefnum.
Stjórn Blaðamannafélags íslands hefur ákveðið að setja á laggirnar Neyðarsjóð BÍ til þess að geta betur mætt þörfum félagsmanna sinna þegar félagið eða sjóðir þess hafa ekki yfir öðrum úrræðum að búa. Höfuðstóll sjóðsins er 10 milljónir króna.
Oddur Ólafsson, blaðamaður og handhafi blaðamannaskírteinis númer 8, lést þann 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist þann 28. júlí 1933. Foreldrar hans voru Ólafur A. Kristjánsson, verkamaður og síðar bæjargjaldkeri í Hafnarfirði, f. 25. júlí 1904 d. 16. janúar 1986 og Sigurborg Oddsóttir, húsmóðir, f. 5. júlí 1908 d. 18. maí 1995
Samtökin OpenDemocracy í samstarfi við Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gangast um þessar mundir fyrir könnun meðal blaðamanna um það hvernig fjárhaglegur þrýstingur hefur áhrif á fréttir og mótar það sem kemst í fréttirnar og hvað ekki.
Mótmælin í Charlottsville voru síðasta verkefni blaðaljósmyndarans Ryans Kelly, 30 ára starfsmanns blaðsins The Daily Progress, en hann var að fara að hætta á blaðinu.
Blaðamönnum á Norðurlöndum sem skrifa sérstaklega um umhverfismál býst nú að fara í ókeypis námsferð á vegum Norræna blaðamannaskólans í Árósum (NJC) til að kynna sér nýjustu þróun í rafmagnsbílavæðingu, grænni orku og fleiru.
Gamalkunnug deila milli fjölmiðla og tónleikahaldara kom upp í Bergen í Noregi fyrr helgi, en þá vildi Robbie Williams takmarka aðgnang blaðaljósmyndara að kosnserti sínum í borginni.
Sjö blaðamenn sem sátu í fangelsi í Tyrklandi voru á föstudag látnir lausir. Þeir voru hluti af 17 blaðamanna hópi dagblaðsins Cumhuriyet, sem sætir ákæru fyrir stuðning við PKK – flokk Kúrda og fyrir að vera samsekir um þátttöku í misheppnaðri tilraun til stjórnarbyltingar á sínum tíma.