Athyglisvert mál er komið upp hjá norska ríkisútvarpinu NRK, en á morgun mun útvarpsráð funda sérstaklega um gríðarlegan fjölda kvartana, alls um 6000 talsins, sem borist hafa vegna klæðaburðar eins þáttastjórnana.
Besta mótefnið gegn fölskum fréttum er að berjast gegn slæmri blaðamennsku og styrkja góða og siðferðilega blaðamennsku,” Þetta sagi Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ) meðal annars á ráðstefnu sem haldin var fyrir helgina á vegum Evrópuþingsins að tilstuðlan flokkahóps sósíal demokrata. Fjölmargir tóku þátt í ráðstefnunni bæða stjórnmálamenn og sérfræingar af ýmsu tagi.
Blaðamannafélag Íslands tekur í dag í notkun nýjan vef, en félagið hefur undanfarnar vikur verið að uppfæra vefsíðu sína og breyta henni nokkuð í leiðinni. Er það von okkar að nýja síðan verði aðgengilegri, en sú gamla en samhliða hefur verið útbúin útgáfa sem hentar fyrir síma og spjaldtölvur.
RÚV birtir athugsliverða frétt í gær þar sem Skúli Á Sigurðsson, lögfræðingur dregur í efa að lagagrein sem gerir umræðu um brot manna sem fengið hafa uppreist æru refsiverð standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.