Óhætt er að segja að um fátt sé meira rætt í fjölmiðlaheiminum en fréttafalsanir þýska blaðamannsins Claas Relotius og hefur kastljósið einkum beinst að skrifum hans fyrir þýska tímaritið Der Spiegel.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú blandað sér í hneykslið sem skekur tímaritið Der Spiegel þar sem fyrrum blaðamaðurinn Claas Relotius, sem áður starfaðir hjá tímaritinu, hefur orðið uppvís að því að skalda fréttir.
Tilnefningar liggja nú fyrir vegna dönsku blaðamannaverðlaunanna sem kennd eru við Cavling. Þetta eru helstu blaðamannaverðlaun Danmerkur, veitt af danska blaðamannasambandinu. Tilkynnt verður um sigurvegara 4. janúar.
Tveir menn sem komu við sögu í svokölluðu „Hlíðamáli“, hafa stefnt þremur konum fyrir ummæli sem birtust á Facebook, Twitter og á vefmiðlinum Landpósturinn, fréttavef fjölmiðlafræðinema við HA.
Ríflega 30 blaðamenn hafa verið myrtir undanfarin tvö ár af skipulögðum glæpasamtökum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Samtök blaðamanna án landamæra (Reporters Without Borders) kynntu í síðustu viku.
Í dag fagna danskir blaða- og fréttamenn 85 ára afmæli danskra blaðateiknara (Danske Bladtegner). Í tilefni þess var langt viðtal við hinn 83 ára gamla teiknara Kurt Westergaard, höfund Múhameð teikninganna.