- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Dagblaðið Boston Globe blés í síðustu viku til átaks gegn því sem blaðið kallar „lúalega baráttu Badaríkjaforseta gegn frjálsri fjölmiðlun“. Hvatti blaðið ritstjórnir um öll Bandaríkin til að taka saman höndum og verjast á samhæfðan hátt þessum árásum á fjölmiðla. Eitt að því sem hvatt var til var að ritsjórnir tækju sig saman nú á fimmtudagin og skrifuðu leiðara og ritstjórnargreinar þar sem varað er stranglega við árásum Hvíta hússins á fjölmiðla. Og þessi herkvakðning hefur fengið miklar undirtektir því um helgina öfðu yfir 100 ritstjórnir lýst stuðningi við þessa aðgerð og sagstmuni taka þátt í henni.